PRF (platelet rich fibrin)
Retinol er innihaldsefni sem flestir hafa heyrt um í dag. Retinol er partur af A-Vítamín sýrum sem þekktar eru fyrir að hraða á endurnýjun húðfrumna. Húðlæknar ráðleggja Retinol meðferðir og húðvörur fyrir ýmis húðvandamál eins og Acne húð og ótímabær öldrun. Exuviance Retinol meðferðin er einstök andlitsmeðferð sem blæs nýju lífi í húðina. Meðferðin fer þannig fram að húðin er yfirborðs hreinsuð og meðhöndluð eftir þörfum. Efnið er borið á húðina og látið þorna. Retinolið er látið vera í ca 8 klukkustundir. Viðskiptavinurinn fer heim og þrífur sjálfur af í lokin. Á þriðja degi má búast við húðflögnun og mikilvægt er að bera á viðeigandi heimameðferðar krem sem ráðlagt er af sérfræðing. Mikilvægt er að forðast ljósabekki og sólböð í tvær vikur eftir meðferð og ekki er mælt með að nota brúnkuvörur á meðan húðin er að jafna sig. Nauðsynlegt er að bera sólarvörn á meðferðarsvæðið í tvær vikur eftir meðferð. Við mælum með að taka meðferðarpakka með 3 meðferðum með mánaðar milli bili og viðhalda eftir þörfum.
Fibroblast Plasma húðþétting og lagfæring
Unnið er með sérstakri plasmatækni þar sem efsta lag húðarinnar er brotið niður til þess þess að líkaminn geti byggt upp nýja og heilbrigða húð.
Lítill blossi og mikill hiti myndast þegar pennanum er beint á meðferðarsvæðið og hrúður kemur á húðina. Hitinn nær niður í neðri lög húðarinnar og við það örvast fibroblast frumurnar (viðgerðarfrumur húðarinnar) Þessi örvun hraðar á myndun nýrra frumna, eykur kollagen og elastín framleiðsluna og yfirborð húðarinnar styrkist og dregst saman.
Árangur eftir meðferðina kemur jafn og þétt fram á nokkrum mánuðum. Vegna þessa eiginleika er Fibroblast plasma meðferðin mjög eftirsótt fyrir eldri, slappa og hrukkumikla húð. Einnig reynist meðferðin vel á slappri húð á líkama, eins og magasvæði, brjóstsvæði, handabökum etc. Einnig er hægt að fjarlægja húðflipa og lagfæra öldrunarbletti, sólarskemmdir og ör.
Fibroblast plasma meðferðin er tilvalin meðferð fyrir þá sem vilja árangursríka meðferð án aðgerðar sem krefst meiriháttar inngrips í líkamann. Við meðferðina myndast hrúður á meðferðarsvæðinu. Hitatilfinning, roði og bólgur geta verið í húðinni í nokkra daga eftir meðferð og því er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum með heimameðferð. Hrúðrið er á húðinni í ca 5-14 daga (fer eftir meðferðarsvæði og húð viðkomandi) Ekki er ráðlagt að fara í heita sturtu, bað, gufu eða ræktina ca 48 tímum eftir meðferð.
Heimameðferð (húðvörur) fylgir meðferðunum og mjög mikilvægt er að nota þær vörur rétt og fara eftir leyðbeiningum meðferðaraðila til þess að hraða á viðgerðar ferli húðarinnar og verja hana gegn utanaðkomandi áreiti.
Mikilvægt er að leyfa hrúðrinu að fara af sjálfu sér, ef verið er að plokka hrúðrið af er hætta á öramyndun. Mjög mikilvægt er að varast sólina/ljósabekki á meðan húðin er að jafna sig, sólarvörn er nauðsynleg næstu mánuði á eftir meðferð svo ekki myndist litabreyting í húð.
Árangur – Strax eftir meðferð má búast við sjáanlegum árangri, sérstaklega á mjög slappri, hrukkóttri húð, árangurinn mun svo verða meiri með hverri vikunni sem líður eftir meðferð. Rálagt er að fara í tvær meðferðir til þess að ná sem bestum árangri. Seinni meðferð er ekki framkvæmd fyrr en eftir nokkra mánuðu frá fyrri meðferð því að mikilvægt er að leyfa húðinni að jafna sig vel og vinna úr fyrri meðferð. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum um rétta heimameðferð og áframhaldandi húðmeðferðir sem meðferðaraðili fer yfir svo að húðin skaðist ekki.
PRX-T33 Sýrumeðferð
Medical peel meðferð sem örva frumur húðarinnar til að endyrnýja sig á einstakan hátt án þess að skaða efsta lag húðarinnar. Þessi einstaka blanda inniheldur TCA sýrur (trichloroacetic acid) Kojic sýru og vetnisperoxíð (H202) sem styrkja og þétta húðina, minnka sýnileika fínna og djúpra lína, lýsir upp litabreytingar í húð og jafnar áferð og húðlit.
Batatími eftir meðferina er nánast enginn þar sem vetnisperoxíiðið örvar viðgerðarferli húðarinnar og heldur því niðri bólgum og ertingu. TCA sýran vinnur sig djúpt niður í leðurhúðina án þess að valda ertingu eða skemmdum á yfirborði húðarinnar og því verður nánast engin flögnun eftir meðferðina. Búast má við örlitlu sviða og roða í húð á meðan á meðferð stendur sem hjaðnar niður. Húðin verður ekki viðkvæm fyrir sól og því er hægt að framkvæma þessa meðferð allt árið um kring! Sjáanlegur árangur verður strax eftir fyrstu meðferð, húðin verður mjög strekt og stinn og margir líkja því við ”Face lift” áhrif eða ”Botox áhrif” áhrif sýrunnar eru svo að koma jafnt og þétt í ljós á næstu dögum og vikum eftir meðferð þar sem nýmyndun kollagen og elastín próteina húðarinnar eikst til muna.
PRX-T33 Sýrumeðferðin er ein okkar vinsælasta meðferð sem nánast allir geta notið góðs af. Ef um mjög viðkvæma húð og bólgusjúkdóma er að ræða þá mælum við með að koma í ráðgjör fyrst eða byrja á að koma í JPX3Bio sýrumeðferðina sem er mildari og því tilvalin til þess að styrkja húðina og undirbúa hana fyrir aðrar öflugri meðferðir. Hætta þarf að nota Retinól/AHA krem tveimur vikum fyrir meðferð og ekki raka/vaxa húðina samdægus eða mæta með virkan áblástur þar sem húðin er extra viðkvæm.
Árangur sést strax eftir eina meðferð en við mælum með að taka 3 – 6 meðferðir með stuttu millibili til þess að ná sem bestum árangri og svo er gott að viðhalda eftir þörfum hvers og eins. PRX-T33 Meðferin hentar einstaklega vel með öðrum meðferðum eins og Skin Boosterum, Profilo og Ejal sem auka þéttleika húðarinnar til muna og einnig með SkinPen örnálameðferð.
BioRePeel Sýrumeðferð
ButtonSono Handy Ultrasound húðþétting
Unnið
er með ultrasound hljóðbylgjum sem fara niður í dýpstu lög
húðarinnar. Hiti myndast og við það örvast endurnýjun
húðarinnar og kollagen og elastín þáttur húðarinnar eykst.
Húðin þéttist og sjáanleg lyfting myndast á meðferðarsvæðinu.Húðin
er fyrst djúphreinsuð og undirbúin fyrir hljóðbylgjurnar,
ávaxtasýru serum er borið á húðina sem er svo þrýst niður
með tækinu. Endurnærandi maski er því næst settur á húðina
og haldið er áfram að vinna með hljóðbylgjurnar. Húðþétti
serum er síðan borinn á húðina og því einnig þrýst niður
með hljóðbylgjunum. Að lokum er létt nudd framkvæmt og raka
búst borið á húðina.Meðferðin
örvar endurnýjun húðarinnar, hún verður bjartari, unglegri,
þéttari og fær aukinn teygjanleika. Með Ultrasoun tækinu
myndast einnig örtitringur sem örvar og styrkir vöðvana og við
það myndast andlitslyfting.Mælt
er með að taka 6 skipti með nokkura vikna millibili til þess að
fá bestan árangur.
Demantshúðslípun
Húðslípun er áhrifarík og góð meðferð sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar.
Unnið er með sérstökum demantshausum og sogkrafti sem eykur blóðflæði húðarinnar, örvar vöxt nýrra húðfrumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar og hraðar því á endurnýjun húðarinnar, stíflur, fílapenslar og húðfita sem getur safnast í húðholum hverfa, húðin verður þéttari, ásýnd húðhola minnka og strax eftir meðferð verður húðin frísklegri og áferðafallegri.Árangur er sjáanlegur strax eftir eina meðferð en ráðlagt er að taka tvær til sex meðferðir með stuttu millibili til þess að ná sem bestum árangri.
Ávinningur meðferðar:
Húðin verður þéttari
Ásýnd húðhola minnka
Húðin verður frísklegri og áferðafallegri. Eykur kollagenframleiðslu
Línur verða minni
Exuviance meðferðir
Ávaxtasýrumeðferðir
eru eitt af vinsælustu húðmeðferðunum í dag. Exuviance
sýrurnar eru öflugar blöndur af Glycolic, Mandelic og Citric sýrum
sem sérfæðingurinn velur eftir þörfum hvers og eins. Meðferðin
vinnur á mörgum þáttum, styrkir húðina, veitir henni raka,
vinnur á línum, litablettum og ójafnri húð, bólum, fílapennslum
og öramyndun. Örlítill sviði og roði í húð getur myndst við
ásetningu sýrunnar sem hjaðnar fljótt niður þegar sefandi
andlitsmaski er settur á í lokin.Við
mælum með að taka meðferðar pakka með 6 meðferðum sem unnar
eru með viku milli bili og viðhalda eftir þörfum.
Exuviance AHA Boost meðferð
30 mín andlitsmeðferð sem veitir húðinni fullkomna endurnýjun, fallega útgeislun og ljóma! Húðin er yfirborðs hreinsuð, djúphreinsuð, nærð og dekruð með AHA sýrubooster og viðeigandi húðvörum sem henta hverju sinni. Frábær meðferð fyrir þá sem eru í tímaþröng og fyrir þá sem hafa ekki komið í húðmeðferð áður.
PEEL System Ávaxtasýru meðferð með Peel Booster og Lúxus maska
60 mín. Viltu enn meiri virkni og árangur? Þá mælum við með að taka þessa meðferð! Andoxunar Booster eða Djúphreinsandi Booster er valinn eftir húðgerð og áherslum hverju sinni. Sýru Boosterinn er borinn á húðina á undan meðferðar sýrunum til þess að auka virkni þeirra enn frekar. Í lokin er lúxus grímu maski borinn á húðina sem
þéttir, styrkir og rakamettar. Við
mælum með að taka meðferðar pakka með 6 meðferðum sem unnar eru með viku milli bili og viðhalda eftir þörfum.
PEEL System Ávaxtasýru augnmeðferð
30 mín. Er húðin undir augunum dökk af þreytu, þrútin og líflaus? Þá mælum við með þessari augn meðferð, tvær meðferðir teknar með tveggja vikna millibili þar sem AHA Andoxunar Booster og brightening augn maski gefa húðinni nýtt líf.
Plump Perfect Firming andlitsdekur
50 mín andlitsmeðferð sem styrkir, stinnir og veitir húðinni fyllingu og unglegt yfirbragð. Meðferðin örvar blóðrásarkerfi húðarinnar, kollagen og elastín framleiðsla hennar eykst. Meðferðin hentar einstaklaga vel eldri húð og húð sem misst hefur fyllingu og teygjanleika.
Bionic Tonic Champagne andlitsdekur
- fyrir þá sem vilja gera extra vel við sig!
Einstök meðferð sem að er sannkölluð dekurmeðferð! Vítamín kokteilar og rakabombur baða húðina á meðan sérfræðingurinnnuddar andlit, háls og axlir. Lúxus freyðimaski er notaður,
stútfullur af andoxunarefnum sem hlutleysa sindurefni í húðinni og hægja á öldrun húðfrumna, veitir húðinni frískleika, heilbrigði, endurnýjun og einstakan ljóma!
Snilldar
andlitsmeðferð fyrir stóra daginn eða hátíðinarnar og
fullkomin gjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um.