Meðferð mánaðarins

Demantshúðslípun með BioRePeel sýrum

Húðslípun er áhrifarík og góð meðferð sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar.
Unnið er með sérstökum demantshausum og sogkrafti sem eykur blóðflæði húðarinnar, örvar vöxt nýrra húðfrumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar og hraðar því á endurnýjun húðarinnar, stíflur, fílapenslar og húðfita sem getur safnast í húðholum hverfa, húðin verður þéttari, ásýnd húðhola minnka og strax eftir meðferð verður húðin frísklegri og áferðafallegri. 
BioRePeel inniheldur 35% TCA (Trichloroacetic acid) sýrur sem örva yfirborð húðarinnar án þess að valda viðkvæmni, roða eða flögnun og því er tilvalið að fara í þessa meðferð fyrir hvaða tilefni sem er hvenær sem er allt árið um kring þar sem húðin verður ekki ljósnæm. andoxunarefnum er blandað við TCA sýruna til þess að hámarka árangur. Húðin verður bjartari, þéttari og áferðarfallegri strax að lokinni meðferð. Við mælum með að fara í nokkrar meðferðir með viku millibili eða sem undirbúning fyrir aðrar öflugri meðferðir. BioRePeel meðferðin er að reynast vel á acne húð, litablettum í örum og Choasma. Meðferðin jafnar fituframleiðslu húðarinnar án þess að þurrka hana, styrkir og þéttir húðina og gefur henni heilbrigðara, jafnara og unglegra yfirlit.
Verð: 24.900.-


3 fyrir 2 BioRePeel sýrumeðferðir

BioRePeel inniheldur 35% TCA (Trichloroacetic acid) sýrur sem örva yfirborð húðarinnar án þess að valda viðkvæmni, roða eða flögnun og því er tilvalið að fara í þessa meðferð fyrir hvaða tilefni sem er hvenær sem er allt árið um kring þar sem húðin verður ekki ljósnæm. andoxunarefnum er blandað við TCA sýruna til þess að hámarka árangur. Húðin verður bjartari, þéttari og áferðarfallegri strax að lokinni meðferð. Við mælum með að fara í nokkrar meðferðir með viku millibili eða sem undirbúning fyrir aðrar öflugri meðferðir. BioRePeel meðferðin er að reynast vel á acne húð, litablettum í örum og Choasma. Meðferðin jafnar fituframleiðslu húðarinnar án þess að þurrka hana, styrkir og þéttir húðina og gefur henni heilbrigðara, jafnara og unglegra yfirlit.

Verð:49.800.-


4 fyrir 3 Kamiline shine PDRN booster

Kamiline Shine PDRN - Uppáhalds efnin okkar í einni sprautu!   
Níasínamíði fyrir bjarta og jafna og "glowy"húð, hýalúrónsýra sem jafnar rakastig húðarinnar, PDRN (polydeoxyribonucleotide)byltingarkennt efni unnið úr DNA laxa. Efnið stuðlar að uppbyggingu, viðgerð og endurnýjun húðarinnar. Eykur kollagenmyndun, örvar frumuvöxt, bætir blóðflæði og gróanda, dregur úr bólgum.
 Við erum að tala um hámarks ljóma, djúpan raka og húðendurnýjun á allt öðru stigi!
Húðin geislar, verður stinnari, sléttari og algjörlega ómótstæðileg. 
Meðferðin er hentug fyrir allar húðgerðir. Sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir yngri húð og uppbyggjandi meðferð fyrir eldri húð. Árangur kemur jafn og þétt fram á nokkrum mánuðum.

Verð:149.700.-


4 fyrir 3 PRF Hármeðferðir

PRF meðferð í hársvörð sem eykur hárvöxt. Hjúkrunarfræðingur okkar tekur blóð úr þér og setur í þar tilgerða skilvindu sem skilur þannig fíbrínið frá rauðu blóðkornunum. Vökvinn inniheldur töluvert magn af vaxtaþáttum (growth factors), hvítum blóðkornum og fíbrín matrixi sem virkar svolítið eins og lím!  Þessum vökva er sprautað í hársvörðinn sem örvar svo hárvöxt.
Best er að taka kúr upp á minnst 3-4 meðferðir með 4-6 vikna bili svo viðhalda með stakri meðferð á 4-6 mánaða frest. 
Árangur er mjög einstaklingsbundinn.

Verð: 149.600.-


BÓKA MEÐFERÐ