Seventy Hyal, Ejal40 & Profhilo
‘Because Glowing Skin, Is Always In.’
Seventy Hyal 2000 2ml (hyaluron sýra)
Seventy Hyal 2000 samanstendur af 100% "high molicular" hyaluron sýru sem miðar að því að bæta rakastig í húðinni á sama tíma og það örvar kollagen- og elastínframleiðslu til að endurheimta uppbyggingu húðarinnar og heildargæði.
Seventy Hyal hyaluron sýran getur dregið að sér yfir 1000 falda mólþunga í vatni og getur þar með aukið raka húðarinnar margfallt með því að komast að og binda vatn við húðfrumurnar.
Seventy Hyal inniheldur 30mg/2ml af 100% hreinni hýalúrónsýru – ein hæsta og áhrifaríkasta samsetningin á markaðnum (> 2000 kDa).
Mælt er með að taka 3 meðferðir með ca 2-4 vikna millibili til þess að ná hámarksárangri. Til að viðhalda árangri er ráðlagt að koma í eina meðferð á nokkra mánaða fresti.
Ejal40 biostimulator 2ml (hyaluron sýra)
Ejal40 inniheldur hreina hyaluron sýru sem að er náttúrulegt rakaefni húðarinnar. Efninu er sprautað skv 4 punkta BAP tækni án þess að breyta lögun eða andlitsdrættum að neinu leyti. Ejal40 örvar trefjafrumur húðarinnar í að framleiða meira kollagen og elastín og boostar hana af raka þannig að húðin verður sléttari, þéttari og skín af fegurð!
Mælt er með að taka 3 meðferðir með ca 2-4 vikna millibili til þess að ná hámarksárangri. Til að viðhalda árangri er ráðlagt að koma í eina meðferð á nokkra mánaða fresti.
Profhilo 2ml (hyaluron sýra)
Profhilo er kjörin meðferð fyrir húð sem er byrjuð að missa teygjanleika sinn. Meðferðarsvæði; andlit, háls, bringa, handarbök og hné. Profhilo eykur kollagen og elastín myndun í húðinni. hyaluron sýran er virk í húðinni í uþb 28 daga. Á þeim tíma dreifist hún hægt og þétt um húðina og örvar bandvefsfrumur í leðurhúðinni til að mynda kollagen og elastín. Hámarksárangur sést 2-3 mánuðum eftir meðferð og helst árangurinn í um það bil 6-12 mánuði. Mælt er með að taka 3 meðferðir með ca 1 mánaðar millibili og síðan viðhaldsmeðferð á 6 mánaða fresti eða eftir þörf hvers og eins.
