Skin Pen Örnálameðferð

SkinPen er meðferð sem unnin er með fyrsta FDA vottaða örnálapennanum í heiminum. Farið er yfir efsta lag húðarinnar með örnálum sem örva viðgerðarfrumur húðarinnar til að byggja upp nýja og heilbryggða húð. Kollagen og elastín framleiðsla eykst og húðin verður áferðafallegri og unglegri. Húðin verður örlítið viðkvæm og ert á meðan á meðferð stendur og því er hægt að bera á sig deyfikremi hálftíma fyrir meðferð. Eftir að meðferð er lokið er roði og bólgur í húð sem getur varið í 2-3 daga. Þegar verið er að vinna á örum, djúpum línum og litablettum getur myndast mar. Mikilvægt er að hugsa vel um húðina eftir meðferð, passa hreinlæti, gefa húðinni mikinn raka og hlúa vel að henni. Meðferðaraðili fer yfir heimameðferð og ráðleggur réttar vörur til heimanotkunnar.


Forðast skal sól og sólarbekki viku+ eftir meðferð


Ekki fara í ræktina samdægus 


Ekki fara í sund í tvo daga eftir meðferð


Ekki nota Retinol/AHA krem í tvær vikur eftir meðferð


Nota skal sólarvörn spf 50 í minnsta lagi viku eftir meðferð og helst alla daga þar á eftir


BÓKA MEÐFERÐ
Share by: