Demantshúðslípun

Húðslípun er áhrifarík og góð meðferð sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar.

Unnið er með sérstökum demantshausum og sogkrafti sem eykur blóðflæði húðarinnar, örvar vöxt nýrra húðfrumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar og hraðar því á endurnýjun húðarinnar, stíflur, fílapenslar og húðfita sem getur safnast í húðholum hverfa, húðin verður þéttari, ásýnd húðhola minnka og strax eftir meðferð verður húðin frísklegri og áferðafallegri.Árangur er sjáanlegur strax eftir eina meðferð en ráðlagt er að taka tvær til sex meðferðir með stuttu millibili til þess að ná sem bestum árangri. 

Demanstslípun er einnig góður undirbúningur fyrir aðrar öflugri meðferðir.


Ávinningur meðferðar: 

  • Húðin verður þéttari
  • Ásýnd húðhola minnka
  • Húðin verður frísklegri og áferðafallegri. Eykur kollagenframleiðslu
  • Línur verða minni


BÓKA MEÐFERÐ
Share by: