PRF (platelet rich fibrin)

PRF andlitsmeðferð


PRF (platelet-rich fibrin) stendur fyrir blóðflöguríkt fíbrín sem unnið er úr eigin blóði.  Blóðið er sett í skilvindu og svo hægt sé að skilja vaxtaþættina (growth factors), hvítu blóðkornin og fíbrín matrix frá rauðu blóðkornunum.  Þessum vökva er svo sprautað undir húð, undir augu, borið á húð í örnálameðferð.  Frábært til að örva starfsemi frumna, hraðar gróanda á sárum, örva nýmyndun frumna og styrkja vefina. 

PRF er náttúruleg meðferð sem er frábær fyrir yfirborð húðarinnar sem og undirlag hennar. 



Kostir og ávinningur meðferðar

Kostir meðferðarinnar eru þeir að áhætta á fylgikvillum er nánast engin og er hún einnig tiltölulega sársaukalítil. Árangurinn er yfirleitt sjáanlegur eftir 2-3 vikur.


Yfirborð húðar verður sléttara, línur grynnri, minni litabreytingar og öðlast húðin aukinn ljóma og fyllingu. Mælt er með því að koma aftur eftir 4-6 vikur og er lagt er upp með
að meðferðin sé amk 3-4 skipti til að stuðla að sem bestum árangri.  Til að viðhalda árangrinum er mælt með að koma í 1-2 meðferðir á ári.  Árangurinn eftir þessi skipti getur varað í allt að 18 til 24 mánuði. 


PRF hármeðferð


PRF meðferð í hársvörð sem eykur hárvöxt.  Hjúkrunarfræðingur okkar tekur blóð úr þér og setur í þar tilgerða skilvindu sem skilur þannig fíbrínið frá rauðu blóðkornunum.  Vökvinn inniheldur töluvert magn af vaxtaþáttum (growth factors), hvítum blóðkornum og fíbrín matrixi sem virkar svolítið eins og lím!   Þessum vökva er sprautað í hársvörðinn sem örvar svo hárvöxt.


Best er að taka kúr upp á minnst 3-4 meðferðir með 4-6 vikna bili og jafnvel tvisvar á ári og svo viðhalda með stakri meðferð á 4-6 mánaða frest - mjög einstaklingsbundið.


BÓKA MEÐFERÐ
Share by: