Microblading Tattoo

Microblading tattoo er varanleg förðun á augabrúnir þar sem eru gerðar fíngerðar línur með örfínum nálum í augabrúnirnar sem líkjast hárum. 

Margar ástæður eru fyrir þau að fólk fer í Microblading tattoo. Oft eru náttúrulegu brúnirnar farnar að þynnast, vantar inn í þær. 

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiðir þessa meðferð fyrir fólk í krabbameinsmeðferðum eða vegna sjálfsofnæmissjúkdóma eins og Alopecia.

PHI litirnir eru lífrænt vottaðir, hágæða vegan litir án allra aukaefna eins og nikkel, iron oxid og annarra málma. Litirnir breytast því ekki en lýsast með tímanum. Gott er að koma á ca 2 ára fresti í endurkomu .

Hægt er að gera ofnæmispróf á viðskiptavini sé þess óskað.

ATH Öll áhöld sem notuð eru við meðferðina eru einnota.  Erum með leyfi frá Landlækni og Heilbrigðiseftirlitinu.

BÓKA MEÐFERÐ