Fibroblast – Plasma húðþétting

Unnið er með sérstakri plasmatækni þar sem efsta lag húðarinnar er brotið niður til þess þess að líkaminn geti byggt upp nýja og heilbrigða húð.


Lítill blossi og mikill hiti myndast þegar pennanum er beint á meðferðarsvæðið og hrúður kemur á húðina. Hitinn nær niður í neðri lög húðarinnar og við það örvast fibroblast frumurnar (viðgerðarfrumur húðarinnar) Þessi örvun hraðar á myndun nýrra frumna, eykur kollagen og elastín framleiðsluna og yfirborð húðarinnar styrkist og dregst saman. 


Árangur eftir meðferðina kemur fram á nokkrum mánuðum. Vegna þessa eiginleika er Fibroblast plasma meðferðin mjög eftirsótt fyrir eldri, slappa og hrukkumikla húð. Einnig reynist meðferðin vel á slappri húð á líkama, eins og magasvæði, brjóstsvæði, handabökum o.s.frv. Einnig er hægt að fjarlægja húðflipa og lagfæra öldrunarbletti, sólarskemmdir og ör.


Fibroblast plasma meðferðin er tilvalin meðferð fyrir þá sem vilja árangursríka meðferð án aðgerðar sem krefst meiriháttar inngrips í líkamann. Við meðferðina myndast hrúður á meðferðarsvæðinu. Hitatilfinning, roði og bólgur geta verið í húðinni í nokkra daga eftir meðferð og því er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum með heimameðferð. Hrúðrið er á húðinni í ca 5-14 daga (fer eftir meðferðarsvæði og húð viðkomandi) Ekki er ráðlagt að fara í heita sturtu, bað, gufu eða ræktina ca 48 tímum eftir meðferð. 


Heimameðferð (húðvörur) fylgir meðferðunum og mjög mikilvægt er að nota þær vörur rétt og fara eftir leiðbeiningum meðferðaraðila til þess að hraða á viðgerðarferli húðarinnar og verja hana gegn utanaðkomandi áreiti.


Mikilvægt er að leyfa hrúðrinu að fara af sjálfu sér, ef verið er að plokka hrúðrið af er hætta á öramyndun. Mjög mikilvægt er að varast sólina/ljósabekki á meðan húðin er að jafna sig, sólarvörn er nauðsynleg næstu mánuði á eftir meðferð svo ekki myndist litabreyting í húð.


Árangur – Strax eftir meðferð má búast við sjáanlegum árangri, sérstaklega á mjög slappri, hrukkóttri húð, árangurinn mun svo verða meiri með hverri vikunni sem líður eftir meðferð. Ráðlagt er að fara í tvær meðferðir til þess að ná sem bestum árangri. Seinni meðferð er ekki framkvæmd fyrr en eftir nokkra mánuðu frá fyrri meðferð því að mikilvægt er að leyfa húðinni að jafna sig vel og vinna úr fyrri meðferð. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum um rétta heimameðferð og áframhaldandi húðmeðferðir sem meðferðaraðili fer yfir svo að húðin skaðist ekki.


BÓKA MEÐFERÐ
Share by: