PRX-T33 Sýrumeðferð

Medical peel meðferð sem örva frumur húðarinnar til að endyrnýja sig á einstakan hátt án þess að skaða efsta lag húðarinnar. Þessi einstaka blanda inniheldur TCA sýrur (trichloroacetic acid) Kojic sýru og vetnisperoxíð (H202) sem styrkja og þétta húðina, minnka sýnileika fínna og djúpra lína, lýsir upp litabreytingar í húð og jafnar áferð og húðlit.


Batatími eftir meðferðina er nánast enginn þar sem vetnisperoxíiðið örvar viðgerðarferli húðarinnar og heldur því niðri bólgum og ertingu. TCA sýran vinnur sig djúpt niður í leðurhúðina án þess að valda ertingu eða skemmdum á yfirborði húðarinnar.

Búast má við örlitlum sviða og roða í húð á meðan á meðferð stendur sem hjaðnar niður. Einnig gæti flögnun átt sér stað nokkrum dögum eftir meðferðina. (er einstaklingsbundið)  Húðin verður ekki viðkvæm fyrir sól og því er hægt að framkvæma þessa meðferð allt árið um kring!  Sjáanlegur árangur verður strax eftir fyrstu meðferð, húðin verður mjög strekt og stinn og margir líkja því við ”Face lift” áhrif eða ”Botox áhrif”. Árangur meðferðarinnar kemur í ljós á nokkrum dögum eða jafnvel vikum eftir meðferð þar sem nýmyndun kollagen og elastín próteina húðarinnar eykst til muna.


PRX-T33 Sýrumeðferðin er ein okkar vinsælasta meðferð sem nánast allir geta notið góðs af. Ef um mjög viðkvæma húð og bólgusjúkdóma er að ræða þá mælum við með að koma í ráðgjöf fyrst eða byrja á að koma í JPX3Bio sýrumeðferðina sem er mildari og því tilvalin til þess að styrkja húðina og undirbúa hana fyrir PRX-T33 meðferðina. Hætta þarf að nota Retinól/AHA krem tveimur vikum fyrir meðferð og ekki raka/vaxa húðina samdægurs eða mæta með virkan áblástur þar sem húðin er extra viðkvæm.


Árangur sést strax eftir eina meðferð en við mælum með að taka 3 – 6 meðferðir með stuttu millibili til þess að ná sem bestum árangri.  PRX-T33 Meðferðin hentar einstaklega vel með öðrum meðferðum eins og Skin Boosterum, Profilo og Ejal og SkinPen örnálameðferð.


BÓKA MEÐFERÐ
Share by: