BioRePeel Sýrumeðferð
Nýjung á sviði sýrumeðferða – BioRePeel er fljótvirk meðferð sem gefur húðinni boost fyrir hvaða tilefni sem er. Tilvalin meðferð fyrir stóra daginn, árshátíðina, útskriftina eða þegar þú vilt vera extra sæt/ur. Meðferðin er einnig tilvalin til að undirbúa viðkvæma og unga húð fyrir öflugri meðferðir.
BioRePeel inniheldur 35% TCA (Trichloroacetic acid) sýrur sem örva yfirborð húðarinnar án þess að valda viðkvæmni, roða eða flögnun og því er tilvalið að fara í þessa meðferð fyrir hvaða tilefni sem er hvenær sem er allt árið um kring þar sem húðin verður ekki ljósnæm. andoxunarefnum er blandað við TCA sýruna til þess að hámarka árangur. Húðin verður bjartari, þéttari og áferðarfallegri strax að lokinni meðferð. Við mælum með að fara í nokkrar meðferðir með viku millibili eða sem undirbúning fyrir aðrar öflugri meðferðir. BioRePeel meðferðin er að reynast vel á acne húð, litablettum í örum og Choasma. Meðferðin jafnar fituframleiðslu húðarinnar án þess að þurrka hana, styrkir og þéttir húðina og gefur henni heilbrigðara, jafnara og unglegra yfirlit.
Samhliða BioRePeel meðferðinni er ennig hægt að fara í raka booster til að örva fibroblast, kollagen og elastín prótein húðarinnar og endurheimta rétt rakajafnvægi hennar. Rakabooster er einstakur fyrir alla rakaþurra og veðraða húð, frábært boost fyrir utanlandsferðirnar til að fyrirbyggja mikið rakatap og eftir fríið til þess að endurheimta það sem tapað var.
