Sono Handy Ultrasound húðþétting

Unnið er með ultrasound hljóðbylgjum sem fara niður í dýpstu lög húðarinnar. Hiti myndast og við það örvast endurnýjun húðarinnar og kollagen og elastín þáttur húðarinnar eykst. Húðin þéttist og sjáanleg lyfting myndast á meðferðarsvæðinu.


Húðin er fyrst djúphreinsuð og undirbúin fyrir hljóðbylgjurnar, ávaxtasýru serum er borið á húðina sem er svo þrýst niður með tækinu. Endurnærandi maski er því næst settur á húðina og haldið er áfram að vinna með hljóðbylgjurnar. Húðþétti serum er síðan borinn á húðina og því einnig þrýst niður með hljóðbylgjunum. Að lokum er létt nudd framkvæmt og raka búst borið á húðina.


Meðferðin örvar endurnýjun húðarinnar, hún verður bjartari, unglegri, þéttari og fær aukinn teygjanleika. Með Ultrasoun tækinu myndast einnig örtitringur sem örvar og styrkir vöðvana og við það myndast andlitslyfting.


Mælt er með að taka 6 skipti með nokkura vikna millibili til þess að fá bestan árangur.

BÓKA MEÐFERÐ
Share by: